Danir að verða jafnríkir og fyrir kreppu

Eitt af fjölmörgum útibúum Nordea bankans.
Eitt af fjölmörgum útibúum Nordea bankans. mbl.is/GSH

Peningarlegar eignir dönsku þjóðarinnar hafa furðu fljótt náð fyrri upphæðum, eftir að hafa tekið djúpa dýfu í heimskreppunni.Samkvæmt nýrri greiningu frá Nordea bankanum sænska eru eignir Dana nú um það bil á pari við það sem þær voru fyrir kreppuna.

Sparnaður hefur aukist mun meira en búist var við, en nú er mikilvægt að fjárfestar í einkageiranum fari ekki of geyst af stað í áhættusamar fjárfestingar, eftir að hafa þurft að bíða lengi og halda kyrru fyrir. Þetta segja bæði nýjar greiningar frá Nordea og frá Nykredit.

Danir með lífeyrissparnað sem liggur í fjárfestingum með lítilli til miðlungs áhættu, eiga í dag meira en þeir áttu, þegar lausafjárkrísan byrjaði í október 2007. Aðeins Danir sem hafa valið áhættusamari sjóði til að leggja inn í, þ.e. að segja 70% fjárfest í hlutabréfum, eru enn með tap í bókum sínum af kreppunni.

Henrik Drusebjerg, sérfræðingur hjá Nordea, bendir á að ef hlutabréfamarkaðir halda áfram að þróast eins og þeir hafa gert að undanförnu muni þeir sem sett hafa sinn sparnað í þessa áhættusamari sjóði endurheimta það sem þeir töpuðu í kreppunni fyrir lok næsta árs.

„Sparnaður Dana er nú aftur orðinn samur og við erum hissa á því að þetta hafi gengið svona hratt til baka,” segir Drusebjerg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK