Trichet óttast ekki nýja kreppu

Seðlabanki Evrópu
Seðlabanki Evrópu Reuters

Seðlabankastjóri Seðlabanka Evrópu, Jean-Claude Trichet, segir að ekki sé hætta á nýrri efnahagskreppu þrátt fyrir að undanfarna viku hafi birst fregnir af óhagstæðum hagtölum sem hafi fyllt markaðinn ótta um að ný lægð væri á leiðinni á fjármálamörkuðum heims.

„Ég tel alls ekki að svo sé," sagði Trichet aðspurður um hvort ný efnahagslægð sé í vændum.
 
Hann segir að á alþjóðavísu þá sé efnahagurinn að rétta úr kútnum, sem hafi fengist staðfest í nýmarkaðslöndum sem og hjá iðnríkjum. Trichet varaði hins vegar við því að ekki mætti taka vextinum sem gefnum í iðnríkjunum. Vöxturinn byggi á okkur sjálfum, getu iðnríkjanna á að skapa traust á ný.

Trichet er staddur á ráðstefnu í Suður-Frakklandi og sagði við fréttamenn í dag að ríkisstjórnir verði að gæta nákvæmni við fjárlagagerð. Þær verði að gæta þess að fara hinn gullna meðalveg þegar kæmi að útgjöldum hins opinbera og skattlagningu.

Stjórnvöld verði að gæta þess að spilla ekki væntingum neytenda svo þeir dragi ekki úr neyslu. Ekki megi spilla væntingum fyrirtækja svo þau hætti að fjárfesta sem og tiltrú fjárfesta og sparifjáreigenda. Þetta þýðir að fjárlagagerð verður að vera unnin af mikilli nákvæmni og hvergi megi kasta til höndum.

Jean-Claude Trichet
Jean-Claude Trichet Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK