Ísland af lista yfir áhættusömustu hagkerfin

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið.

Íslensk ríkisskuldabréf eru ekki lengur á lista yfir 10 áhættusömustu ríkisskuldabréfin, sem CMA DataVision birti í morgun en fyrirtækið fylgist með skuldatryggingarálagi ríkja. Grísk ríkisskuldabréf hafa farið úr 9. sæti upp í 2. sætið á listanum á öðrum ársfjórðungi en mest áhætta er talin fylgja því að kaupa ríkisskuldabréf frá Venesúela.

Reutersfréttastofan fjallar um útreikninga CMA í dag en samkvæmt þeim eru eru 58,7% líkur taldar á að Venesúela geti ekki greitt skuldir sínar en líkur á að gríska ríkið komist í greiðsluþrot eru taldar 55,6%. Skuldatryggingarálag á grísk ríkisskuldabréf fór upp í 1003 punkta á síðasta ársfjórðungi. Álagið á ríkisskuldabréfum Venesúela er hins vegar 1305 punktar.

Ísland og Egyptaland fóru út af listanum yfir 10 áhættusömustu hagkerfin en Rúmenía og Búlgaría komu inn á hann, aðallega vegna þess hve þessi lönd hafa keypt mikið af grískum ríkisskuldabréfum.

Noregur er talið öruggasta hagkerfið og Finnland er þar í 2. sæti en Bandaríkin eru komin í 3. sætið og fóru úr því tíunda. Þýskaland er í 6. sæti og Holland í 8. sæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK