Jón Ásgeir fær ráðgjafarþóknun frá 365

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson.

Jón Ásgeir Jóhannesson hefur nú sem samsvarar 757 þúsund krónum í ráðgjafarþóknum á mánuði frá 365 miðlum, sem eru í eigu Ingibjargar Páladóttur, eiginkonu hans. Einnig hefur hann árslaun upp á 132 milljónir krónur en það er á reiki hver greiðir þau laun.

Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins í dag en Sigrún Davíðsdóttir, fréttamaður RÚV í Lundúnum, var viðstödd réttarhöld þar í gær þar sem tekist var á um kyrrsetningu á eignum Jóns Ásgeirs að kröfu slitastjórnar Glitnis. Dómari staðfesti kyrrsetninguna í gær. 

Að sögn blaðsins Daily Telegraph hefur Jón Ásgeir skilað inn yfirliti yfir eignir sínar þar sem kemur fram að þær nemi um 1,1 milljón breskra punda. Jafnvirði um 210 milljóna króna. Dómarinn sagði við réttarhaldið, að það væri afar einkennilegt hve eignir Jóns Ásgeirs hefðu rýrnað hratt.

Fram kom í fréttum Útvarpsins, að dómarinn hefði sagt Jón Ásgeir vera ófúsan til að veita upplýsingar og hann upplýsti til dæmis ekki um tekjur sínar frá Baugi. Hann hefði þó upplýst að á árunum 2001 - 2008 hafi hann eytt 50-66 milljónum króna í hverjum mánuði. Dómarinn sagði þessar upplýsingar vekja fleiri spurningar en svör.  

Jón Ásgeir var dæmdur til að greiða málskostnað vegna kyrrsetningarmálsins og þarf strax að reiða fram rúmar 28 milljónir króna, en málskostnaður gæti alls numið um 68 milljónum. Auk þess er kostnaður við hans eigin lögfræðinga  um 110 milljónir króna.

Bæði Jón Ásgeir og Ingibjörg Pálmadóttir voru í réttarsalnum í gær að sögn Telegraph. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK