Íslenska fjármálakerfið í sviðsljósið á ný

Íslenska fjármálakerfið hefur á ný komist á forsíður viðskiptablaða og vefja vegna dóms Hæstaréttar um gengistryggðu lánin, sem var kveðinn upp í júní. Fréttastofan Bloomberg fjallar ýtarlega um málið í dag og segir íslenskar lánastofnanir kunni að tapa allt að 4,3 milljörðum dala, jafnvirði 540 milljörðum króna.

Haft er eftir Gunnari Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, að fari svo myndi það leiða til þess að eiginfjárhlutfall einhverra fjármálastofnana fari niður fyrir tilskilin mörk.

„Við myndum gefa þeim frest til að gera ráðstafanir, um það til 1-2 mánuði," hefur Bloomberg eftir Gunnari. „Á þeim tíma gætu þeir selt eignir eða útvegað nýtt eigið fé. Ella eiga þær á hættu að missa starfsleyfi sín."

Haft er eftir Árna Tómassyni, formanni skilanefndar Glitnis, að það gefi augaleið að erlendir kröfuhafar bankanna séu að skoða málið og kanna möguleika á því hvort hægt sé að stefna íslenska ríkinu, fari svo að bankarnir tapi miklum fjárhæðum á gengistryggðu lánunum. 


Íslensku bankarnir eru með allt að 900 milljarða króna útistandandi í gengistryggðum lánum og kunni að þurfa að afskrifa þau um 40-60%, að sögn Steingríms J. Sigfússonar. Til samanburðar sé eigið fé stærstu íslensku bankanna þriggja 340 milljarðar króna.

„Þurfi bankarnir að afskrifa 40-60% af lánunum eru þeir gjaldþrota," hefur Bloomberg eftir Gunnari Bjarna Viðarssyni, hagfræðingi hjá IFS Consulting. 

Norski viðskiptavefurinn e24.no fjallar um málið á forsíðu sinni í dag og segir að Íslendingar óttist nýtt bankahrun. 

Frétt e24.no

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK