Skuldabréf Aska tryggð með ábyrgð ríkissjóðs

Sjóvá-Almennar segja, að skuldabréf Askar Capital  sem lögð voru inn í félagið þegar það var endurreist, séu tryggð með ábyrgð ríkissjóðs. Skuldabréf Avant, sem einnig var lagt inn í Sjóvá, sé tryggt með annars konar tryggingum, sem tryggi skuldina að hluta.

Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir því að viðskiptanefnda Alþingis komi saman til að fjalla um stöðu Aska Capital og dótturfélag þess Avant, einkum vegna þeirra áhrifa, sem slit Aska hefur á endurreisn tryggingafélagsins Sjóvár.

Bendir Eygló á, að endurreisn Sjóvár hafi byggst á skuldabréfum, meðal annars frá Askar Capital að verðmæti 6,2 milljarðar króna og hins vegar 2,8 milljarða króna skuldabréfi frá Avant.   Á grundvelli þessara skuldabréfa hafi  íslenska ríkið eignast 73% eignarhlut í Sjóvá. 

Í tilkynningu frá Sjóvá segir, að eigið fé félagsins muni ekki fara undir mörk sem Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið, vegna falls Avant. Auk þess hafi stærstu eigendur ábyrgst að Sjóvá muni standast skilyrði Fjármálaeftirlitsins um eigið fé og gjaldþol með því að leggja félaginu til aukið fé ef þess þarf.

Tekið er fram að Sjóvá hafi verið í nánu sambandi við Fjármálaeftirlitið vegna þessa máls. Þá sé tryggingarekstur Sjóvár traustur og mun fall Avant engin áhrif hafa á viðskiptavini Sjóvár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK