Seldi fasteign degi fyrir frystinguna

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson. mbl.is/Kristinn

Jón Ásgeir Jóhannesson seldi fasteign í London hinn 10. maí síðastliðinn, degi áður en slitastjórn Glitnis krafðist kyrrsetningar á eignum hans um allan heim.

Fyrir fasteignina, sem er staðsett nærri Kew Gardens í London, fékk Jón Ásgeir greiddar rúmlega 1,5 milljónir punda. Miðað við opinbert gengi Seðlabanka Íslands slagar sú upphæð í 290 milljónir króna. Þetta kemur fram í gögnum frá fasteignaskrá í Bretlandi, sem Morgunblaðið hefur undir höndum.

Sem kunnugt er lagði Jón Ásgeir fram eignalista fyrir breskum dómstólum fyrir skömmu, en samanlagt verðmæti eignanna á listanum var um og yfir ein milljón punda. Þær bankainnistæður sem Jón Ásgeir taldi sér til eigna voru jafnframt minni en tíundi hluti þeirrar upphæðar sem fékkst fyrir húsið, en eins og gefur að skilja eru heldur engin ummerki um húsið á listanum, að því er fram kemur í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK