Mesta lækkun vísitölu síðan 1986

Útsölur hafa haft mikil áhrif á vísitölu neysluverðs.
Útsölur hafa haft mikil áhrif á vísitölu neysluverðs. mbl.is/Eggert

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í júlí  lækkaði um 0,66% frá fyrra mánuði. Þetta er mesta lækkun vísitölunnar milli mánaða síðan í mars 1986, að sögn Hagstofunnar.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,8%. Hefur árshækkun vísitölunnar ekki verið minni frá því í október 2008 þegar verðbólgan mældist 4,5%.

Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 343,6 stig og lækkaði hún um 0,78% frá júní.

Hagstofan segir, að sumarútsölur séu í fullum gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 10,3% (vísitöluáhrif -0,68%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað eins og áður sagði um 4,8% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 6,1%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs lækkað um 0,6% sem jafngildir 2,3% verðhjöðnun á ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK