Magma segir kaupin í samræmi við íslensk lög

Orkuver HS Orku á Svartsengi.
Orkuver HS Orku á Svartsengi. mbl.is/Brynjar Gauti

Kanadíska orkufyrirtækið Magma Energy Corp. segist viss um, að kaup þess á hlutafé HS Orku séu í samræmi við íslensk lög. Segist félagið ætla að aðstoða íslensk stjórnvöld eins og best það getur við rannsókn, sem á að hefja á lögmæti kaupanna. 

Magma keypti nýlega 52,2% Geysis Green í HS Orku og á eftir það 98,53% hlut í fyrirtækinu. Ríkisstjórnin tilkynnti í gær, að skipuð verði sérstök nefnd óháðra sérfræðinga til þess að rannsaka og yfirfara einkavæðingu í orkugeiranum á undanförnum árum, einkum þó einkavæðingu Hitaveitu Suðurnesja, síðar HS Orku, og söluferli einstakra eignarhluta, ekki síst kaupa Magma Energy á eignarhlutum í fyrirtækinu í ljósi vafa um lögmæti þeirra viðskipta. 

Í tilkynningu á heimasíðu Magma segir, að kaupin afganginum af hlut Geysis Green í HS Orku hafi verið þriðji áfanginn í þessum viðskiptum. Nefnd um erlenda fjárfestingu hafi yfirfarið og samþykkt alla þrjá áfangana. Ríkisstjórnin hafi hins vegar tilkynnt HS Orku, að ekki hafi verið tekin endanleg afstaða til fjárfestingar Magma Energy Sweden AB á hlutafé í HS Orku.

Magma segist viss um að  þessi lokaviðskipti séu í samræmi við íslensk lög og ætli að veita íslenskum stjórnvöldum alla þá samvinnu, sem óskað er eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK