Thomas Cook með afkomuviðvörun

Bretar ferðast minna í ár heldur en í venjulegu árferði
Bretar ferðast minna í ár heldur en í venjulegu árferði Reuters

Ferðaskrifstofan Thomas Cook gaf út afkomuviðvörun í dag þar sem fram kemur að afkoman í ár verði undir væntingum markaðarins. Helstu skýringar á verri afkomu er erfitt ástand á breska markaðnum og lágt gengi evrunnar. Áhrifa frá eldgosinu í Eyjafjallajökli eru þar ekki talin með en gosið skýrir tap á rekstri félagsins á síðasta ársfjórðungi.

Tap var á rekstri Thomas Cook á þriðja ársfjórðungi rekstrarársins og er eldgosið í Eyjafjallajökli ein helsta skýringin þar á sem og erfitt efnahagsástand víða.

Tap Thomas Cook fyrir skatta nam 116,6 milljónum punda, 21,7 milljörðum króna, á þriggja mánaða tímabili sem lauk í júnílok. Á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 2,9 milljónir punda.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK