Ekki rekinn heldur samkomulag um starfslok

Róbert Wessman
Róbert Wessman mbl.is/Ómar Óskarsson

Róbert Wessman, fyrrverandi forstjóri Actavis, segir að starfslokasamningur hans við Actavis frá árinu 2008 sýni að hann var ekki vikið úr starfi heldur var samkomulag um starfslok hans. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Róbert hefur sent frá sér vegna umfjöllunar um starfslok hans á vef Björgólfs Thors Björgólfssonar. Þar segir Björgólfur að Róbert hafi verið vikið úr starfi.

Tilkynning Róberts:
 
„Við gerðum formlegan samning um starfslokin og þar kemur hvergi fram að mér hafi verið vikið úr starfi heldur þvert á móti er tekið fram að samkomulag hafi náðst. Tekið er fram að uppsagnarfrestur verði greiddur sem var sex mánuðir og að ég styðji yfirfærslu verkefna til nýs forstjóra og verði aðgengilegur eftir þörfum. Ljóst má vera að hefði verið um brottrekstur að ræða hefðu bæði samningur og greiðslur til mín verið á annan veg. Ég vildi einfaldlega snúa mér að mínum eigin fjárfestingum og leiðir okkar skildu. Mér finnst áríðandi að rétt sé farið með þetta mál.    
 
Varnarbarrátta Björgólfs til að verja skaddað mannorð sitt hefur nú tekið á sig nýja mynd og fjöldi manns vinnur nú hörðum höndum til þess eins að þeyta ryki í augu almennings. Björgólfur virðist hreinlega neita að axla sína ábyrgð á þeim hrunadansi sem hér hefur orðið. Ekki verður hjá því komist að velta fyrir sér þeim kostnaði sem Björgólfur hefur nú varið í spunameistaravinnu og væri þeim peningum nú ekki betur varið í uppgjöri á skuldum fyrirtækja hans.
 
Ég ætla mér ekki munnhöggvast við Björgólf í fjölmiðlum en hvet hann eindregið til að verja sín umsvif í íslensku viðskiptalífi með staðreyndum en ekki endurteknum rangfærslum," segir í tilkynningu sem Róbert Wessman ritar undir.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK