Andstæðingar sölunnar á HS Orku sagðir vera „fluga í skyri Magma“

Enn sér ekki fyrir endann á deilunum um Magma og …
Enn sér ekki fyrir endann á deilunum um Magma og HS Orku. mbl.is/Ómar

„Aðgerðir verndarsinnaðrar íslenskrar stjörnu og vinstristjórnar landsins, til að koma í veg fyrir kaup Magma á HS Orku, valda óvissu um það hvort viðskiptin ganga í gegn.“

Þannig túlkar greiningaraðili NBF-bankans í Kanada stöðu mála í deilunni um kaup Magma á HS Orku, en stjarnan sem vísað er til er söngkonan Björk Guðmundsdóttir, sem segja má að hafi verið í forgrunni þeirra sem sett hafa sig upp á móti viðskiptunum. Aðgerðum Bjarkar og ríkisstjórnarinnar er líkt við „flugu í skyri Magma,“ að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

NBF er einn stærsti fjárfestingarbanki Kanada og sendir viðskiptavinum sínum reglulega fjárfestingarráðgjöf varðandi skráð fyrirtæki þar í landi. Magma Energy Corp., móðurfélag sænska félagsins Magma Energy AB sem á nú ráðandi hlut í HS Orku, er þar á meðal. Í skýrslu NBF frá 17. ágúst er því haldið fram að Magma leiti nú að meðfjárfestum, einkum lífeyrissjóðum, ekki síst í því skyni að „friða“ andstæðinga kaupanna.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK