Krónan styrkist mikið

Um áramót kostaði pundið 201,6 krónur en kostar nú 182,44 …
Um áramót kostaði pundið 201,6 krónur en kostar nú 182,44 krónur. Hefur pundið því veikst um 9,6% gagnvart íslensku krónunni í ár. Reuters

Gengi krónunnar hefur hækkað um 1% og styrktist um 0,7% í gær. Gengisvísitalan er nú 205,80 stig og hefur ekki verið jafn lág síðan í mars í fyrra eða rúma sautján mánuði. Talsverð velta er á millibankamarkaði en styrkingin kemur á óvart þar sem fátt í efnahagslífinu getur skýrt hækkun nú.

Hugsanlegt innflæði ferðamannagjaldeyris

Í Morgunkorni Íslandsbanka kemur fram að hugsanleg skýring hækkunar nú sé að innflæði gjaldeyris vegna erlendra ferðamanna sem hingað hafa komið í sumar sé að skila sér inn á gjaldeyrismarkaðinn.

Fyrr í vikunni hóf Seðlabanki Íslands að kaupa gjaldeyri á ný en bankinn hefur ekki beitt sér á millibankamarkaði frá því í byrjun nóvember í fyrra og raunar ekki keypt gjaldeyri þar frá því í mars 2008.

Meginmarkmið þessara gjaldeyriskaupa er að styrkja gjaldeyrisforða bankans og breyta samsetningu hans. Er þannig verið að styrkja þann hluta forðans sem ekki er fenginn að láni en forðinn er að mestu leyti byggður upp á lántökum. 

Samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Íslandsbanka er evran nú 151 króna, Bandaríkjadalur stendur í 117,40 krónum og pundið er 181,26 krónur.

Evran hefur veikst um 15,49% gagnvart krónunni í ár

Ef miðað er við opinbert gengi Seðlabanka Íslands þá hefur Bandaríkjadalur lækkað um 5,24% gagnvart íslensku krónunni það sem af er ári. Um áramót var Bandaríkjadalur skráður 124,9 krónur en er 118,3 krónur í dag.

Evran hefur lækkað um 15,49% gagnvart krónunni á sama tímabili en þann 1. janúar var hún skráð 179,88 krónur en er nú 152,01 króna.

Pundið hefur veikst um 9,60% gagnvart krónunni, var 201,6 krónur en er nú 182,44 krónur samkvæmt opinberu gengi Seðlabanka Íslands sem var gefið út í morgun. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK