Skuldir bankanna 86 milljarðar Bandaríkjadala

Íslensku bankarnir þrír, Kaupþing, Glitnir og Landsbankinn, skulduðu 86 milljarða Bandaríkjadala, 10.085 milljarða króna, er þeir fóru í þrot. Til samanburðar var verg landsframleiðsla Íslands á síðasta ári 12 milljarðar dala, 1.407 milljarðar króna. Þetta kemur fram í umfjöllun Bloomberg um íslensku bankana í dag.

Í viðtali við Bloomberg er haft eftir Árna Tómassyni, formanni skilanefndar Glitnis, að vonir standi til að hægt verði að byrja að greiða kröfuhöfum út í lok árs 2011. Skilanefndin hafi náð að innheimta um 250 milljarða króna og von sé á að það sé sú fjárhæð sem kröfuhafar fái greidda.

Umfjöllun Bloomberg í heild
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK