Erlend eign lífeyrissjóðanna minnkar

Peningaseðlar Íslenskir Dollarar og Bresk pund
Peningaseðlar Íslenskir Dollarar og Bresk pund mbl.is/Árni Sæberg

Hrein eign lífeyrissjóða í lok ágúst 1.827,6 milljarðar króna og lækkaði hún um 6,6 milljarða króna í mánuðinum. Lækkunina má helst rekja til breytinga á erlendum liðum. Erlend verðbréfaeign lækkaði um 10,6 milljarða króna eða 2,1 % frá fyrri mánuði. Sé miðað við ágúst 2009 hefur hrein eign lífeyrissjóða hækkað um 129,3 milljarða króna.

Vert er að taka fram að enn er nokkur óvissa um endanlegt mat á eignum lífeyrissjóðanna, segir á vef Seðlabanka Íslands.

Í lok júlí var hrein eign lífeyrissjóðanna 1.835 milljarðar króna og hækkaði um 10,6 milljarða króna frá fyrri mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK