Avant fær að leita nauðasamninga

Skrifstofur Avant við Suðurlandsbraut.
Skrifstofur Avant við Suðurlandsbraut. mbl.is/Jón Pétur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á ósk bráðabirgðastjórnar Avant hf. um  að fá að leita nauðasamnings við lánardrottna félagsins.  Samkvæmt tillögu að  nauðasamningi tekur NBI banki félagið yfir og eignast 99% hlut á móti 1% hlut félagsins sjálfs. Þá fá helstu lánardrottnar félagsins greidd 5,6% upp í kröfur sínar.

Í tillögunni er einnig gert ráð fyrir, að að almennir viðskiptavinir félagsins, sem eiga mögulega kröfu á félagið vegna ólögmætra tenginga samningsskuldbindinga við gengi erlendra gjaldmiðla, fái lúkningu á kröfum sínum með eftirfarandi hætti:

  • Þar sem því verður við komið kemur inneign til lækkunar á höfuðstól eftirstöðva lánssamnings.
  • Séu samningar uppgerðir þ.e. þeim hefur verið lokað, en viðskiptavinur á kröfu á Avant hf. t.d. vegna ólögmætra samningsákvæða eins og áður sagði:
    • Allar kröfur upp að kr. 1.000.000 greiðast að fullu.
    • Upp í kröfur kr. 1.000.001 eða hærri greiðist 5,6% kröfufjárhæðar eða kr. 1.000.000 að vali kröfuhafa.
Unnið er að útreikningum á stöðu lánasamninga af hálfu starfsfólks Avant.

Bráðabirgðastjórn félagsins gerir ráð fyrir að lögbundið nauðasamningaferli fyrir héraðsdómi taki um 3 mánuði. Verði nauðasamningur staðfestur fyrir dómi kemur til greiðslu krafna innan 6 vikna frá staðfestingu nauðasamnings. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK