Gjaldþrotum fækkar

Gjaldþrot hafa verið flest í byggingariðnaði.
Gjaldþrot hafa verið flest í byggingariðnaði. mbl.is/Golli

Skráningum einkahlutafélaga fækkaði um 34% í september frá sama mánuði árið áður. Á sama tímabili voru 53 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 86 fyrirtæki í september 2009.

Heildarfjöldi nýskráðra einkahlutafélaga er 1233 fyrstu 9 mánuði ársins, að sögn Hagstofunnmar og hefur nýskráningum fækkað um 35% frá sama tímabili árið 2009 þegar 1895 ný einkahlutafélög voru skráð. Eftir bálkum atvinnugreina voru flest einkahlutafélög skráð í flokknum heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum.

Flest gjaldþrot í september voru  í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Fyrstu 9 mánuði ársins 2010 hafa 674 fyrirtæki orðið gjaldþrota 674 sem er rúmlega 5% aukning frá sama tímabili árið 2009 þegar 641 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK