Spá 1,8% verðbólgu 2011

Verulega dregur úr verðbólgu milli ára
Verulega dregur úr verðbólgu milli ára mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, spáir því að verðbólga mælist 1,8% á Íslandi á næsta ári og 1,6% árið 2012. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands er 2½. Í ár spár OECD að verðbólga mælist að meðaltali 5,3%. Ekki er gert ráð fyrir miklum breytingum á hlutfalli atvinnulausra á næstunni, á næsta ári verði að meðaltali 8,1% og 7,5% árið 2012.

Ný spá um íslenskt efnahagslíf var gefin út af OECD í dag. Þar kemur fram að eftir djúpa lægð síðustu tvö ár sé íslenskt efnahagslíf að rétta úr kútnum.

Efnahagsbatinn hefst fyrir alvöru á síðari hluta næsta árs og er það einkum fjárfestingar einkageirans í stórum orkuverkefnum sem leiðir vöxtinn. Samkvæmt skýrslu OECD verður hagvöxturinn 1,5% á næsta ári.

Kemur fram í skýrslu OECD að stjórnvöld á Íslandi eigi að fylgja áfram þeim niðurskurði sem farið hefur verið í til þess að draga úr halla ríkissjóðs í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK