Svar Evrópusambandsins við Grín-Alí

Herman Van Rompuy.
Herman Van Rompuy. Reuters

Sænski viðskiptavefurinn e24.se segir, að lýsingar Hermans Van Rompuys, forseta Evrópusambandsins, á ástandinu í efnahagsmálum evruríkja séu farnar að minna á yfirlýsingar upplýsingamálaráðherra Íraks eftir innrásina þar í landi í mars 2003. Sá ráðherra fékk viðurnefnið Grín-Alí. 

Vefurinn vitnar í nokkur ummæli Van Rompuys á síðustu mánuðum. „Evrópu hefur gengið vel að takast á við kreppuna," sagði hann í janúar. „Grikkland mun ekki lenda í greiðslufalli," sagði hann í mars. Í nóvember sagði hann að Írland hefi ávallt tekist vel að leysa úr vandamálum sínum varðandi ríkisfjármál án utanaðkomandi aðstoðar og nú um helgina sagði hann í Stokkhólmi: „Portúgal þarf enga aðstoð."

Blaðamaður e24.se segir, að þegar þessar yfirlýsingar séu lesnar minni þær óneitanlega á yfirlýsingar  Mohammeds Said as-Sahafs, upplýsingamálaráðherra Írans, sem hélt því meðal annars fram að innrás Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra í Írak væri sjónhverfing og að  Írakar væru að útrýma innrásarherjunum. Daginn sem bandarískir hermenn réðust inn í Bagdad kom Sahaf fram í sjónvarpsviðtali og fullyrti  að engir bandarískir hermenn væru í borginni þótt bandarískir skriðdrekar sæjust í bakgrunninum. 

E24.se segir að Van Rompuy sé ekki eini forustumaður Evrópusambandsins, sem reyni að gera lítið úr þeim erfiðleikum, sem aðildarríkin glíma við.  José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB,  Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu, og leiðtogar einstakra ríkja hafi tekið í sama streng.

Frétt e24.se

Mohammed Saeed al-Sahaf segir fréttir af stríðsrekstri Íraka.
Mohammed Saeed al-Sahaf segir fréttir af stríðsrekstri Íraka.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK