Spá 0,75 prósentustiga vaxtalækkun

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar

Jákvæðar verðbólguhorfur munu skapa áframhaldandi svigrúm til vaxtalækkana á næstu vaxtafundum Seðlabankans að mati Greiningardeildar Arion banka. Spáir deildin því að stýrivextir Seðlabanka Íslands verði lækkaðir um 0,75 prósentustig á næsta vaxtaákvörðunardegi.

„Verðbólgan hefur gengið hraðar niður en Seðlabankinn spáði fyrir um og útlit fyrir að slakinn í hagkerfinu verði meiri. Þá hefur Seðlabankinn breytt um tón hvað varðar tímasetningar um afnám gjaldeyrishafta og virðist flest benda til þess að þau vari um allangt skeið. Í ljósi þessa teljum við að áherslur Peningstefnunefndar liggi nú fyrst og fremst í mikilvægi þess að ná raunvöxtum niður samhliða hjaðnandi verðbólgu eins og Seðlabankastjóri hefur imprað á," segir í Markaðspunktum Greiningardeildar Arion banka.
 
Það liggur nú fyrir að Seðlabankinn var of seinn að nýta sér höftin til þess að lækka vexti og vega þannig á móti gríðarlegum samdrætti í landsframleiðslu, segir ennfremur í Markaðspunktum.

„Vaxtastig hefði átt að vera komið á þann stað þar sem það er nú fyrir ári síðan til þess að gefa peningalegum slaka færi á því að vinna á móti kreppunni. Eins og nú er komið málum á Íslandi skiptir það ekki höfuðmáli hvort verðbólga sé einu prósentustigi meiri eða minni en eitt auka prósentustig í hagvexti er eins og vatn í eyðimörk. Þessi glöp hljóta nú að vera meðlimum Peningastefnunefndarinnar ljós enda liggur nú fyrir að nokkuð er til þess að forsendur geti skapast fyrir afnámi hafta.
 
Einnig ber að veita því eftirtekt að aðhaldsstig vaxta Seðlabankans hefur farið hækkandi á fleiri mælikvarða sem sést m.a. af því að millibankavextir hafa ekki lækkað í takt við vaxtalækkanir Seðlabankans," segir í Markaðspunktum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK