Málefni Styttu til rannsóknar hjá Landsbanka

Óvíst er hver örlög eignarlausrar og stórskuldugrar Styttu verða.
Óvíst er hver örlög eignarlausrar og stórskuldugrar Styttu verða. mbl.is/Haraldur

Skilanefnd Landsbankans rannsakar nú málefni einkahlutafélagsins Styttu, en bankinn hefur leyst til sín hlutabréf félagsins í verslanakeðjunni Iceland Foods.

Árið 2009 fékk Stytta 430 milljón punda lán til að kaupa 29% hlut Fons í bresku verslanakeðjunni Iceland. Stytta hefur ekki skilað inn ársreikningi fyrir síðasta ár, en samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2008 námu skuldir félagsins 484 milljónum punda.

Stærstur hluti lánsins var fenginn frá Landsbankanum. Rúmlega þriðjungur lánsins var í erlendri mynt en tveir þriðju í íslenskum krónum. Einnig var víkjandi lán frá hluthafa á bókum félagsins í lok árs 2008 upp á 109 milljónir punda. Samkvæmt upplýsingum frá skilanefnd Landsbankans hefur engin ákvörðun verið tekin um hvort þess verði krafist að Stytta verði sett í gjaldþrot. Fram kemur í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag, að eina eign félagsins voru bréfin í Iceland sem voru veðsett Landsbankanum.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK