Olíuverð lækkar á ný

Verð á hráolíu lækkaði í viðskiptum í Asíu í morgun en það er ótti fjárfesta um að kínversk yfirvöld hækki vexti á næstunni sem veldur lækkuninni. Í New York hefur verð á hráolíu til afhendingar í janúar lækkað um 24 sent og er 89,14 dalir tunnan.

Verð á Brent Norðursjávarolíu lækkaði um 43 sent í Lundúnum og er 91,02 dalir tunnan.

Sérfræðingur ANZ bankans í Singapúr að verðlækkun á hráolíu og gasi skýrist af því að flestir geri ráð fyrir því að kínversk stjórnvöld hækki vexti aftur vegna verðbólguþrýstings í Kína.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK