Sparisjóður keypti Eik í Danmörku

Sparekassen Lolland hefur keypt Eik Bank Danmark, dótturfélag færeyska bankans Eikar, sem danski tryggingasjóðurinn Finansiel Stabilitet yfirtók í september. Eik Bank Danmark rekur meðal annars stærsta netbanka Danmerkur og er með 87 þúsund viðskiptavini. Innlán nema um 5 milljörðum danskra króna og útlán um 2,5 milljörðum.

Að sögn danskra miðla er talið að kaupverðið nemi um 365 milljónum danskra króna, jafnvirði um 7,7 milljarða íslenskra króna.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK