8% atvinnuleysi í desember

Skráð atvinnuleysi í desember 2010 var 8% en að meðaltali 12.745 manns voru atvinnulausir í mánuðinum og eykst atvinnuleysi um 0,3 prósentur frá nóvember 2010 eða um 382 manns að meðaltali.

Mest fjölgar atvinnulausum hlutfallslega á Vestfjörðum en þar fjölgar um 30 manns á atvinnuleysisskrá að meðaltali. Atvinnuleysið er 8,5% á höfuðborgarsvæðinu en 7% á landsbyggðinni. Mest er það á Suðurnesjum 13,1%, en minnst á Norðurlandi vestra 3,1%.

Atvinnuleysið er 8,5% meðal karla og 7,3% meðal kvenna.

Í janúar 2010 var atvinnuleysi 9% og jókst úr 8,2% í desember 2009. Vinnumálastofnun áætlar að atvinnuleysið í janúar 2011 aukist og verði á bilinu 8,3%-8,6 %.

Yfirlit Vinnumálastofnunar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK