Arion: Áframhaldandi gjaldeyrishöft forsenda Icesave

Icesave-samningi mótmælt.
Icesave-samningi mótmælt. Kristinn Ingvarsson

Greiningardeild Arion-banka telur áframhaldandi gjaldeyrishöft vera forsendu þess kostnaður íslenska ríkisins vegna nýs Icesave-samnings verði innan ásættanlegra marka. Sérfræðingar Arion telja ólíklegt að hróflað verði við gjaldeyrishöftunum fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö ár en samkvæmt áætlunum yrði þá búið að ganga verulega á höfuðstól skuldarinnar. Í því skiptir engu máli hversu stórar fjárhæðir verða teknar að láni til stækkunar gjaldeyrisforða að mati greiningardeildarinnar.

Í Markaðspunktum greiningardeildar Arion, sem komu út í dag, að gefnum gjaldeyrishöftum og engum meiriháttar utanaðkomandi skellum er nokkuð líklegt að  gengisáhætta vegna á Icesave skuldbindinguna verði innan ásættanlegra marka. Það er að segja að áframhaldandi gjaldeyrishöft muni tryggja að miklar sveiflur verði ekki á gengi krónunnar. Að mati greiningardeildarinnar bendir að áfram verði afgangur af viðskiptum við útlönd og að bankakerfið standi traustum fótum í skjóli gjaldeyrishaftanna. Hinsvegar segir greiningardeildin að ef að ríkisstjórnin stigi afdráttarlaus skref í átt að afnámi hafta á næstu mánuðum myndi líkurnar óhjákvæmilega aukast á verulegri gengislækkun krónunnar með tilheyrandi áhrifum á kostnaðinn vegna Icesave.

Greiningardeild Arion bendir á að AGS telji nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar varðandi afnám hafta. Í skýrslu sem birtist í tengslum við fjórðu endurskoðun á föstudaginn kemur einmitt fram að varfærin og hæg aflétting gjaldeyrishafta sé nauðsynleg til að viðhalda stöðugleiki í hagkerfinu. Þar er einkum dregið fram að þrátt fyrir að vel hafi gengið að ná markmiðum um þjóðhagslegan stöðugleika, og þar á meðal stöðugleika í ríkisfjármálum,  ásamt því sem uppbygging gjaldeyrisforða hefur gengið vel, þá sé fjármálakerfið enn of veikburða.

Arion segir að Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, hafi í raun tekið undir þetta í ræðu sem hann hélt á dögunum. En að sama skapi segir greiningardeildin Má vera brattan varðandi næstu skref en hann tók fram í ræðunni að líklegt væri að bankakerfið fengi það heilbrigðisvottorð sem það þurfi til að fjármagna sig utan gjaldeyrishafta á næstu mánuðum. Greiningardeild Arion segir hinsvegar að ljóst sé að allar vangaveltur um það hvenær og hvernig höftunum verður aflétt verður ekki svarað fyrr en í lok febrúar þegar ríkisstjórnin í samræmi við AGS kynnir nýja áætlun um afnám hafta


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK