Fé slitastjórnarinnar uppurið

Alls er lýst kröfum fyrir rúma 36 milljarða króna í þrotabú Sparisjóðsins í Keflavík, en slitastjórn hélt fund með kröfuhöfum í gær. Á fundinum kom fram að þeir fjármunir sem bráðabirgðastjórn bankans fékk til ráðstöfunar væru uppurnir og þar af leiðandi ætti slitastjórnin erfitt um vik að höfða riftunarmál og rannsaka upp á eigin spýtur fjármálagjörninga sem gætu verið grundvöllur slíkra mála. Það er að segja ef ekki kemur til aðstoð frá kröfuhöfum eða frá ríkinu.

Þegar Fjármálaeftirlitið skipaði slitastjórn yfir þrotabúi Sparisjóðsins hinn 22. apríl í fyrra fékk hún 100 milljónir til ráðstöfunar vegna þeirra eigna sem voru fluttar út þrotabúinu yfir í endurreistan sparisjóð. Kostnaður vegna slitastjórnarinnar fram til dagsins í dag nemur 45 milljónum en stærsti hluti þessarar upphæðar hefur runnið í opinber gjöld, auk greiðslna vegna vinnu slitastjórnarinnar. Af þeim 55 milljónum sem eftir standa er slitastjórninni gert af FME að greiða endurskoðunarfyrirtækinu PWC fyrir rannsókn á starfsemi Sparisjóðsins en reiknað er með að kostnaðurinn við hana nemi um 30 milljónum. Slitastjórnin þarf einnig að greiða FME svokallað eftirlitsgjald á árinu sem nemur tæpum 17 milljónum króna. Slitastjórnin metur stöðuna þannig að erfitt verði að ljúka skiptum nema til komi frekari greiðsla frá ríkinu vegna þeirra eigna sem voru fluttar yfir í nýjan sparisjóð. Ennfremur telur slitastjórnin að öllu óbreyttu að erfitt verði að rannsaka fjármálgjörninga og viðskipti Sparisjóðs Keflavíkur sem kunni að orka tvímælis og vera grundvöllur riftunarmála.

Kröfum upp á 36 milljarða lýst í þrotabúið

Af samtals kröfum upp á 36 milljarða í þrotabúið hefur skilanefnd samþykkt kröfur fyrir tæplega níu milljarða. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er líklegt að endurheimtur þrotabúsins upp í kröfur verði nærri því engar.

Kröfur eru tæplega 900 talsins og helgast þessi fjöldi af fjölda stofnfjáreigenda, sem gera kröfu á sjóðinn vegna tapaðs stofnfjár.

Stærstu kröfuhafar eru Sparisjóðabankinn og Arion banki, auk erlendra banka. Á fundinum í gær var lögð fram skýrsla slitastjórnar um framgang mála og kröfuskrá, auk þess sem skriflegum fyrirspurnum kröfuhafa var svarað.

Við stofnun nýja sparisjóðsins voru eignirnar sem teknar voru yfir 3,7 milljörðum lægri en skuldirnar og 100 milljónir voru skildar eftir í þrotabúinu, meðal annars til að standa undir kostnaði vegna slita þess.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK