Þorsteinn sá um sölu á Vífilfelli

Þorsteinn M. Jónsson.
Þorsteinn M. Jónsson. Kristján Kristjánsson

Þorsteinn M. Jónsson, fyrrverandi eigandi Vífilfells, sá sjálfur um að finna kaupendur að fyrirtækinu og gekk frá samkomulagi um sölu þess. Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins og einnig að nánar sé fjallað um málið í blaðinu á morgun. Greint var frá því í síðustu viku að spænska fyrirtækjasamsteypan Cobega Group hefði gengið frá kaupum á Vífilfelli.

Samkvæmt því sem Viðskiptablaðið segir hafði Arion banki, Stærsti kröfuhafi Vífilfells, ekki leyst fyrirtækið til sín og kom því ekki að sölunni að öðru leyti en að samþykkja hana þegar hún var frágengin. Arion banki hefur áður tilkynnt að samkomulag um uppgjör skulda Þorsteins við bankann geri ráð fyrir fullum endurheimtum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK