Líkur á breyttu mati aukast

Úr kauphöllinni á Wall Street.
Úr kauphöllinni á Wall Street. Reuters

Matsfyrirtækið Moody's segir bandarísk yfirvöld þurfa að hefjast handa við að taka á vaxandi fjárlagahalla landsins. Fyrr í vikunni var greint frá því að methalli yrði af fjárlögum á þessu ári, eða um 1500 milljarðar bandaríkjadala. Lánshæfismat Bandaríkjanna er hins vegar óbreytt.

„Þó lánshæfismati eða horfum sé ekki breytt núna er ljóst að tímaramminn fyrir hugsanlega breytingar er sífellt að styttast,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. „Líkurnar á því að horfum verði breytt í neikvæðar á næstu tveimur árum aukast stöðugt.“

Lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna er nú sú hæsta sem hægt er að fá, AAA. Breyting á henni, eða breyttar horfur, geta hins vegar haft þau áhrif að lántökukostnaður hækki.

Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði í gær lánshæfismat Japana í fyrsta skipti frá árinu 2002, vegna aukinna áhyggja af hallarekstri landsins. Japanska jenið hríðféll í viðskiptum í kjölfarið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK