Tugmilljóna samningur við Ríkiskaup

Þórður Kárason, framkvæmdastjóri Papco.
Þórður Kárason, framkvæmdastjóri Papco. mbl.is

Ríkiskaup hafa gert áframhaldandi samning við íslenska pappírsframleiðandann Papco um kaup á öllum gerðum hreinlætispappírs fyrir stofnanir og fjölmörg sveitarfélög. Í tilkynningu segir að verðmæti samningsins hlaupi á tugum milljónum króna, en um er að ræða fleiri hundruð tonn af hreinlætispappír. Samningurinn er til tveggja ára með möguleika á framlengingu að þeim tíma liðnum.

„Það er ánægjuefni að íslenskt framleiðslufyrirtæki hafi verið valið í þessu stóra útboði sem styrkir vissulega íslenskan iðnað. Innlend pappírsframleiðsla skapar fleiri störf og meiri gjaldeyristekjur sem er auðvitað mjög jákvætt fyrir íslenska hagkerfið,“ segir Þórður Kárason, framkvæmdastjóri Papco, í tilkynningunni.

„Papco hefur undanfarin tvö ár séð ríkisstofnunum og sveitarfélögum fyrir hreinlætispappír og ég er mjög ánægður með að þessir aðilar vilji vera áfram meðal viðskiptavina okkar. Við höfum kappkostað að lækka rekstrarkostnað fyrirtækja og stofnana sem eru í viðskiptum við okkur með því að bjóða ávallt mikil gæði en lágt verð,“ segir Þórður.

Papco framleiðir á annað þúsund tonn af hreinlætispappír á ári. Fyrirtækið hefur aukið umsvif sín á stórnotendamarkaði og bætt vöruvalið til að mæta þörfum viðskiptavina sinna. Papco opnaði nýverið verslun og söluskrifstofu á Akureyri og jók með því þjónustustigið til muna. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru að Stórhöfða 42 í Reykjavík. Um 30 manns starfa hjá fyrirtækinu við framleiðslu, sölu og þjónustu á hreinlætispappír og hreinsiefnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK