Madoff segir banka samseka

Bernard Madoff.
Bernard Madoff.

Bernard Madoff, sem dæmdur var í 150 ára fangelsi í Bandaríkjunum fyrir margra milljarða dala fjársvik, segir að fjöldi banka og vogunarsjóða hljóti að hafa vitað að fjárfestingarfyrirtæki hans var leiktjöld ein.

Madoff var fundinn sekur um að svílja 65 milljarða dala út úr viðskiptavinum sínum með því að nota innlán til að greiða öðrum fjárfestum arð.

Madoff segir í viðtali við New York Times, að bankar og vogunarsjóðir, sem áttu viðskipti við fyrirtæki hans, hafi vísvitandi horft framhjá misræmi, sem var á milli fjárfestingartilkynninga og annarra upplýsinga um fyrirtækið. 

„En viðhorf þeirra var: Ef þú ert að aðhafast eitthvað misjafnt, þá viljum við ekki vita af því," sagði Madoff við blaðið. Hann vildi hins vegar ekki nefna þá banka og vogunarsjóði sem hann ætti við.

Upp komst um Madoff þegar einn af viðskiptavinum hans reyndi að taka út 7 milljarða dala sem hann hafði fjárfest. Madoff gat hins vegar ekki greitt neitt af fénu.  

Madoff sagði við New York Times að fjölskylda hans hefði ekkert vitað um fjársvik hans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK