Þarf að vera með meira en 900.000 í laun fyrir skatt

Helmingur heimila á Íslandi eyðir meiru en hann aflar í …
Helmingur heimila á Íslandi eyðir meiru en hann aflar í tekjur á ári hverju, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Hafa margir neyðst til að leita hjálpar hjá Mæðrastyrksnefnd og öðrum hjálparsamtökum til að ná endum saman. mbl.is/Golli

Fjögurra manna fjölskylda á höfuðborgarsvæðinu þarf að vera með tæpar 900.000 krónur í mánaðartekjur til að ná neysluviðmiði velferðarráðuneytisins upp á 617.000 krónur.

Í því dæmi eru bæði hjón í vinnu og með jafnháar tekjur, en ef annar makinn er heimavinnandi þarf hinn makinn að vera með mánaðartekjur upp á 910.000 krónur til að fjölskyldan nái í viðmiðið.

Þegar tryggingagjald er tekið með nemur launakostnaður vinnuveitenda hjónanna því um 970-980 þúsund krónum.

Í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag segir, að þetta þýði að til að hanga í neysluviðmiðum ráðuneytisins þurfi meðaltekjur hvors hjóna fyrir skatta að vera í kringum 450.000 krónur. Séu tekjurnar lægri segir það sig sjálft að fjölskyldan nær ekki upp í viðmiðið.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK