Íslendingar sagðir hafa sloppið vel

Norska blaðið Aftenposten fjallar í dag um stöðu mála á Íslandi og segir að landið virðist að mestu hafa sloppið við það tjón, sem var yfirvofandi þegar íslenska bankakerfið hrundið haustið 2008. 

Vitnað er í nýja skýrslu Seðlabankans um að hrein skuld þjóðarbúsins sé nú minni en hún hafi verið lengi.

Blaðið hefur eftir Þórólfi Matthíassyni, hagfræðiprófessor, að Íslendingar hafi grætt á bólunni og hruni bankanna. Ástæðan sé sú, að íslenska ríkið neitaði að taka á sig tapið þegar bankarnir fóru á hausinn. Þess vegna hafi alþjólegrir stórbankar og fjárfestar orðið að greiða reikninginn eftir fjármálaveislu íslensku víkinganna. 

Frétt Aftenposten

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK