Mikil hagnaður hjá A.P. Møller-Mærsk

Mærsk er stærsta fyrirtæki í Danmörku.
Mærsk er stærsta fyrirtæki í Danmörku.

Hagnaður danska skipafélagsins  A.P. Møller-Mærsk nam 28,2 milljörðum danskra króna á síðasta ári, jafnvirði 607 milljarða íslenskra króna. Árið 2009 var tap félagsins tæpir 5,5 milljarðar danskra króna.

Velta félagsins var 315 milljarðar danskra króna. Bæði hagnaður og velta voru í samræmi við væntingar stjórnenda félagsins. Nils Smedegaard Andersen, forstjóri Mærsk, segir að ekki megi búast við jafn góðri afkomu á þessu ári.  

Stjórn Mærsk leggur til að greiddur verði 4,4 milljarða danskra króna arður til um 70 þúsund hluthafa. Er það þrefalt hærri upphæð en greidd var á síðasta ári. 

A.P. Møller-Mærsk er stærsta fyrirtæki Danmerkur. Alls eru starfsmenn félagsins 115 þúsund í 130 löndum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK