Næstu skref í afnámi hafta

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Ernir Eyjólfsson

Seðlabankastjóri, Már Guðmundsson, sagði á fundi Félags kvenna í atvinnurekstri í gær að næsta skref í afnámi gjaldeyrishafta gæti hafist fljótlega en að hann gæti ekki lýst því í smáatriðum hvað fælist í því skrefi. Greiningardeild Íslandsbanka fjallar um erindi Más í Morgunkorni sínu í dag.

Seðlabankastjóri sagði þó að fyrsta skrefið fælist í því að losa um aflandskrónurnar svokölluðu, m.a. með gerð skiptasamninga og eins með því að heimila að þessar krónur yrðu notaðar í beinar fjárfestingar hér á landi að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Er þetta í takti við það sem kveðið var á um í áætluninni í ágúst 2009 en þar er talað um að fyrsta skrefið felist í að afnema höft á innflæði fjármagns.

Í áætluninni frá því í ágúst 2009 er rætt um nokkur meginskilýrði fyrir afnámi gjaldeyrishaftanna. Hin mikilvægustu eru þjóðhagslegur stöðugleiki, traust fjármálakerfi og nægur gjaldeyrisforði. Miðar þetta að því að byggja upp traust á myntinni að nýju fyrir fleytingu hennar.

Aðkoma lífeyrissjóða

„Seðlabankastjóri hefur sagt að eitt af því sem þarf að gera til að byggja upp ofangreint traust og þar með eitt hið fyrsta sem gera þarf við afnám hafta sé að skjóta niður snjóhengjuna eins og það hefur verið orðað, en í því felst að opna erlendum eigendum á krónum leið út. Var staða þessara aðila um 180 mö.kr. í ríkisskuldabréfum um síðustu áramót og hefur verið talað um að aðkoma Seðlabankans verði að sjá um umgjörðina en ekki er ætlunin að nýta gjaldeyrisforðann. Hugsanlegt hefur verið talið að íslenskir lífeyrissjóðir komi að því með erlenda eignastöðu sína, á svipaðan hátt og gert var í Avens-viðskiptunum í fyrravor,“ segir í Morgunkorni Íslandsbanka.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK