Olíuverð lækkar

Andstæðingar Gaddafis hafa náð völdum í Tobruk.
Andstæðingar Gaddafis hafa náð völdum í Tobruk. Reuters

Olíuverð lækkaði nokkuð í verði á heimsmarkaði síðdegis eftir að fréttir bárust af því að verið sé að flytja olíu frá Líbíu þótt Múammar Gaddafi, einræðisherra landsins, hafi misst yfirráð yfir olíu- og gaslindum landsins.

Verðið lækkaði þegar fréttist að verið væri að lesta olíuskip í Tobruk og væri ferð þess síðan heitið til Kína. Þá hafa Sádi-Arabar einnig aukið olíuvinnslu.

Olíuverð í New York lækkaði um 23 sent tunnan og var 97,65 dalir. Brent Norðursjávarolía lækkaði um 30 sent og var 111,84 á markaði í Lundúnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK