Viðskiptajöfnuður neikvæður

mbl.is/Ernir

Viðskiptajöfnuður mældist óhagstæður um 53,6 milljarða króna á fjórða ársfjórðungi samanborið við 11,9 milljarða afgang á fjórðungnum á undan.

Að sögn Seðlabankans var afgangur af vöruskiptum við útlönd 30,1 milljarðar og 1,7 milljarða afgangur var á þjónustuviðskiptum. Jöfnuður þáttatekna var hinsvegar neikvæður um 83 milljarða.

Seðlabankinn segir, að halla á þáttatekjum á fjórða ársfjórðungi megi eins og áður rekja til innlánsstofnana í slitameðferð. Reiknuð gjöld vegna þeirra námu 37,5 milljörðum og tekjur 3,1 milljarði. Jöfnuður þáttatekna án áhrifa innlánsstofnana í slitameðferð var óhagstæður um 51,1 milljarði og viðskiptajöfnuður 19,3 milljörðum.

Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 3965 milljörðum í lok ársfjórðungsins en skuldir 13.291 milljörðum. Hrein staða við útlönd var því neikvæð um 9326 milljarða og lækka nettóskuldir um 141 milljarða á milli ársfjórðunga.

Að frátöldum innlánsstofnunum í slitameðferð námu eignir þjóðarbúsins 2441 milljarði og skuldir 2875 milljörðum. Var hrein staða þá neikvæð um 434 milljarða.

Tilkynning Seðlabankans

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK