29,4 milljarða hagnaður Íslandsbanka

Afkoma Íslandsbanka á árinu 2010 var jákvæð um 29,4 milljarða króna eftir skatta en áætluð opinber gjöld ársins eru 8,1 milljarður króna. Hagnaður bankans var 24 milljarðar króna á síðasta ári.

Eiginfjárhlutfall bankans var 26,6% sem er töluvert hærra en það 16% lágmark sem FME hefur sett bankanum. Arðsemi eiginfjár var 28,5%. Enginn arður verður greiddur til eigenda bankans.

Hreinar vaxtatekjur námu 34,9 milljörðum samanborið við 32 milljarða á árinu 2009.  Nettó tekjufærsla vegna  endurmats lánasafnsins  nam  14,5 milljörðum. Tekjufærslan er að miklu leyti tilkomin vegna betri afkomu fyrirtækja en vænst var í upphaflegu verðmati þegar eignir voru yfirteknar frá Glitni.

Í tilkynningu frá bankanum er haft eftir Birnu Einarsdóttur, bankastjóra, að uppgjörið endurspegli vel að Íslandsbanki sé á góðri leið með að koma grunnrekstri sínum í eðlilegan farveg. Þar skipti vinna við endurskipulagningu lánasafnsins mestu.

„Við erum þó enn í ólgusjó og því gott að vera með góða arðsemi, sterkt eigið fé og trausta lausafjárstöðu til að geta tekist á við þau krefjandi verkefni sem framundan eru," er haft eftir Birnu.  

Vefur Íslandsbanka

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK