Merki um að tekið sé að birta til

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra mbl.is/Árni Sæberg

Bráðavandi Íslendinga hefur verið ærinn á árunum eftir hrun og hefur þjóðin farið um dimman dal. Nú sjást hins vegar skýr merki þess að tekið er að birta til, að sögn Katrínar Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra, en hún ávarpaði iðnþing Samtaka iðnaðarins í dag.

Katrín sagði hins vegar að þótt mark sé í augsýn sé það bara áfangi  í löngu hlaupi, langhlaupi, sem sé bara rétt að byrja.

Katrín sagði að meðal þeirra stóru mála, sem Íslendingar þurfi að taka á núna sé annars vegar staða Íslands innan Evrópu og hins vegar staða gjaldmiðilsins. Hún sagði að í hruninu hefðu Íslendingar misst miklu meira en bara bankakerfið. Trúverðugleiki íslenskrar peningmálastefnu sé ekki meiri en svo að gengi krónunnar sé tvíþætt. Annars vegar haftagengi hér heima og aflandsgengi í útlöndum.

Höftin mega ekki kyrkja iðnaðinn

Sagði hún að stöðugleiki í íslensku efnahagslífi eða trúverðugleiki almennt verði ekki tryggður nema með nýrri mynt. Katrín sagði að þótt Ísland gæti ekki tekið upp evru samstundis þegar og ef aðild að ESB verður samþykkt, myndi samþykktin hins vegar skjóta fótum undir íslenska peningamálastefnu og auka trúverðugleika hennar.

Ráðherrann sagðist hafa fundið fyrir áhyggjum íslenskra fyrirtækja af gjaldeyrishöftunum, en þeim verði ekki aflétt með einu pennastriki. Hins vegar verði að fara sem fyrst í að sníða af haftakerfinu þá agnúa sem mestum skaða valda. Höftunum hafi verið ætlað að bregðast við þeim vanda sem af mikilli krónueign erlendra aðila stafaði,  en höftin megi hins vegar ekki kyrkja íslenskan iðnað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK