Ofurmáni á himni næstu helgi

Margar sögur tengjast ofurmána og fullu tungli.
Margar sögur tengjast ofurmána og fullu tungli. Reuters

Sannkallaður ofurmáni mun skína hátt á himni næstkomandi laugardag, þann 19. mars, en þá verður tunglið fullt og verður talsvert nær jörðu en vaninn er. Ýmsar kenningar eru til um ofurmánann. Sumir telja að honum fylgi náttúruhamfarir á borð við jarðskjálfta, fellibyli og eldgos.

Á laugardaginn verður fjarlægð á milli jarðar og tungls 356.577 kílómetrar. Yfirleitt er fjarlægðin um 384.000 kílómetrar.

Máninn var síðast svo nálægt jörðu árið 1992, en þetta gerist um það bil 19. hvert ár.

Þegar ofurmáni var síðast á himni fyrir 19 árum, geisaði fellibylurinn Andrew, en hann olli miklum usla í Flórída, þar sem yfir 200.000 manns misstu heimili sín af völdum hans.

Árið 1974 létust 71 í fellibyl í bænum Darwin í Ástralíu. Þá var ofurmáni á himni og árið 1955 gaus eldfjallið Cotacatchti í Ekvador. Þann daginn var fjarlægðin á milli tungls og jarðar sú sama og hún verður næstkomandi laugardag.

 Næsti ofurmáni er síðan væntanlegur árið 2029.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK