Gull nálgast metverð

Gullstangir í Istanbúl í Tyrklandi.
Gullstangir í Istanbúl í Tyrklandi. Reuters

Töluverðar sveiflur hafa verið á heimsmarkaðsverði á gulli í dag, en verðið hefur þó almennt verið á uppleið. Er það aðeins nokkrum dölum frá hæsta sögulega verði, sem mældist 1.445,7 dalir á únsuna sjöunda mars síðastliðinn. Í dag er gullúnsan á 1.425,8 dölum í London. Jafngildir það um 5,2 milljónum króna fyrir hvert kíló af gulli.

Samfélagslegur óróleiki í Mið-Austurlöndum almennt og hernaðarátök í einstökum ríkjum ráða miklu um hækkun gullverðs, en á óróatímum flýr fjármagn gjarnan í gull sem talið er með öruggari fjárfestingum.

Þá ber að hafa í huga að gengi Bandaríkjadals hefur lækkað og hefur það áhrif á nafnverð á ýmsum hrávörum, sem verðlagðar eru í dollurum, eins og gulli og silfri. Hefur gengi dalsins gagnvart körfu af erlendum myntum lækkað um 7,5 prósent frá því í byrjun janúar á þessu ári og um 17 prósent frá ágúst 2010.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK