Úrskurður hristir upp í þýska bankakerfinu

Mótmælt fyrir utan útibú Deutsche Bank.
Mótmælt fyrir utan útibú Deutsche Bank. Reuters

Þýskur dómstóll hefur dæmt Detusche Bank til þess að greiða hreinlætisvörufyrirtækin Ille Papier tæpar 100 milljónir króna auk vaxta vegna ólöglegs vaxtaskiptasamnings sem félagið keypti af bankanum árið 2005. Úrskurðurinn er geta talin geta haft meiriháttar afleiðingar á þýskt bankakerfi.

Málið snýst um vaxtaskiptasamning sem Ille Papier keypti af Deutsche Bank árið 2005 til þess að takmarka vaxtagreiðslur af lánum sínum. Samningurinn fól í sér veðmál að hálfu hreinlætisvöruframleiðandans um að langtímavextir myndu hækka á meðan skammtímavextir lækkuðu. Deutsche tók síðan stöðu á mati Ille Papier í samningnum. Vextir þróuðust með þeim hætti að Ille Papier tapaði um 100 milljónum króna á samningnum og höfðaði það í kjölfar mál gegn bankanum í krafti ásakanana um að hann hafi ekki upplýst með fullnægjandi hætti um áhættuna að baki samningnum.

Financial Times segir að niðurstaða dómarans hafi verið sú að sem ráðgjafi viðskiptavinar sín hefði Deutsche Bank átt að gæta eingöngu hagsmuna hans. En sem seljandi skiptasamningsins hafi Deutsche Bank í raun haft hag af því að viðskiptavinurinn tapaði á viðskiptunum.

Financial Times segir að fjöldi sambærilegra málaferla vofi yfir Deutsche Bank í kjölfar úrskurðarins. Blaðið hefur eftir lögfræðingi bankans að úrskurðurinn kunni að hafa meiriháttar afleiðingar fyrir fjármálakerfið þar sem hann felur í sér að bankar þurfi að færa til bókar hagnað af slíkum samningum og það gæti leitt til málaferla þar sem að milljarðar evra væru undir. Að mati lögfræðingsins gæti slíkt leitt til annarrar fjármálakreppu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK