460 milljarða aflandskrónur

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Ernir Eyjólfsson

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir aflandskrónur gegni nú því hlutverki að fjármagna banka og ríkissjóð af hluta. Þess vegna þurfi að fara sér hægt í því að hleypa þeim úr hagkerfinu.

Már segir að aflandskrónurnar sem um ræðir nemi um 460 milljörðum króna. Bankarnir ráði hins vegar yfir veðhæfum eignum upp á 300 milljarða króna, svo að Seðlabankinn ætti að geta hlaupið undir bagga með bönkunum verði mikið útflæði við afnám haftanna.

Seðlabankastjórinn sagði jafnframt til að greina kæmi að skattleggja aflandskrónur sem vilja komast úr landi. Már sagði að AGS styddi áætlun Seðlabankans og viðskiptaráðuneytisins, sem kynnt var í dag.

„Við höfum ekki borið gjaldeyrishöftin undir ESA, þau hafa verið kynnt sem neyðarráðstöfun. Það sem við erum að gera núna er að koma með trúverðugleika áætlun til að vinna út úr því neyðarástandi sem orsakaði að gjaldeyrishöft voru sett á.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK