Borga skuldsettu fólki fyrir að yfirgefa heimili

Enn er glímt við afleiðingar fasteignahrunsins í Bandaríkjunum,
Enn er glímt við afleiðingar fasteignahrunsins í Bandaríkjunum, Reuter

Bandarískir eftirlitsaðilar á fjármálamarkaði hvöttu fimm stærstu fasteignalánveitendur landsins á lokuðum fundi  í vikunni til þess að borga þeim fasteignaeigendum sem eru í vanda 21 þúsund dali gegn því að þeir láti fasteign sína af hendi. Þetta fullyrðir breska blaðið Financial Times í dag.

Fundurinn var haldin af Tryggingasjóði innistæðueigenda í Bandaríkjunum (FDIC) og samkvæmt Financial Times þá lagði Sheila Bair, stjórnarformaður sjóðsins, hugmyndina fram. Hún felur meðal annars í sér að bankar og fasteignalánveitendur myndi borga þeim fasteignaeigendum sem hafa ekki grett af lánum sínum í þrjá mánuði 1 þúsund dali svo að þeir geti sótt sér fjármálaráðgjöf. Í framhaldinu myndi svo bankarnir borga viðkomandi 20 þúsund dali gegn því að þeir yfirgefi heimilin sem þeir geta ekki borgað af og skilji við þau í góðu ásigkomulagi.

Mikil óvissa ríkir á fasteignamarkaðnum í Bandaríkjunum og samkvæmt Financial Times hættu sumir af stærstu bönkum landsins að ganga að eignum í fyrra eftir að það kom í ljós að þegar fasteignabólan stóð sem hæst gengu margir fasteignalánveitendur frá lagaskjölum með vélrænum hætti. Þetta ásamt öðrum hneykslismálum hefur leitt til þess að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna, ríkissaksóknarar, FDIC og stofnanir sem fara með neytendavernd vinna nú að því að útfæra skaðabótamál á hendur fasteignaiðnaðnum.

Samkvæmt Financial Times hefur verið rætt um heildargreiðslur fyrir 20 milljarða dala í þessu samhengi og eru uppi hugmyndir um að greiðslan verði notuð til þess að koma einstaklingum sem eru í skuldavanda vegna fasteignakaupa í vanda.

Fram kemur í umfjöllun Financial Times að hugmyndin um eingreiðsluna mæti andstöðu hjá sumum fjármálafyrirtækum. Hinsvegar hafa aðrar nú þegar farið þessa leið og borgað lántökum fyrir að yfirgefa heimilin sín sökum þess að sú leið er ódýrari en að fá þau borin út með málaferlum. Þær greiðslur hafa hinsvegar verið töluvert lægri en hugmynd stjórnarformanns FDIC.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK