Kaupir jarðhitasvæði af REI

Merki Nevada Geothermal Power
Merki Nevada Geothermal Power

Bandaríska orkufyrirtækið Nevada Geothermal Power hefur gert samning við Reykjavík Energy Invest (REI), dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, um kaup á jarðhitasvæðum í Suður-Kalíforníu. Dótturfélag REI, Iceland America Energy (IAE) er rétthafi á nýtingu jarðvarmaorku á þremur svæðum Imperial dalnum í Kalíforníu.

Í fréttatilkynningu frá Nevada Geothermal segir að fyrir svæðin muni fyrirtækið greiða 4.150.000 bandaríkjadali, eða um 480 milljónir króna. Aðeins um 100.000 dalir verða þó greiddir í peningum, en að öðru leyti fær íslenska fyrirtækið greitt í hlutabréfum í Nevada Geothermal og REI verður eftir kaupin í hópi stærri eigenda.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK