Heildsöluinnlán eru forgangskröfur

Landsbankinn við Austurstræti.
Landsbankinn við Austurstræti. mbl.is/Árni Sæberg

Heildsöluinnlán í gamla Landsbankanum teljast innlán í skilningi laga og eru þar með forgangskröfur í þrotabú bankans. Úrskurðir um þetta efni féllu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í nokkrum sambærilegum málum. Málskostnaður var felldur niður.

Úrskurðirnir skipta töluverðu máli fyrir endurheimtur almennra kröfuhafa úr þrotabúinu, en eiga ekki að hafa teljandi áhrif á áætlanir um endurheimtur til Tryggingasjóðs innstæðueigenda úr þrotabúinu, þar sem slitastjórn gamla Landsbankans hafði þegar viðurkennt heildsöluinnlán sem forgangskröfur í búið.

Hins vegar felur úrskurðurinn í sér að greiða eigi dráttarvexti samkvæmt enskum og hollenskum lögum af heildsöluinnlánunum, en þeir dráttarvextir eru mun lægri en íslenskir dráttarvextir og hefur ekki áhrif á áætlaðar endurheimtur, því gert hafði verið ráð fyrir þessu af slitastjórn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK