Horfið fram á veginn

Danske Bank.
Danske Bank. mbl.is/GSH

Lars Christiansen, forstöðumaður greiningardeildar Danske Bank, segir að Íslendingar þurfi að hætta að velta sér upp úr hruninu og horfa fram á veginn.

Christiansen ræðir nú ástand og horfur í íslenska hagkerfinu á morgunverðarfundi VíB.

Hann hvatti Íslendinga til að hætta að velta sér upp úr hruninu og eftirhreytum þess. Enda væri ástæða til bjartsýni á Íslandi.

„Ég tel ekki að nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni muni hafa meiriháttar áhrif á stóru myndina í íslenska hagkerfinu. Hvers vegna ekki? Ef að hreyfanleiki fjármagns væri einhver á Íslandi hefðu áhrifin kannski verið einhver. Hins vegar eru gjaldeyrishöft og lítil erlend fjárfesting á Íslandi, svo að ég reikna ekki með nei-ið hafi mikil áhrif. Hefði já orðið ofan á ef þjóðhagfræðilegar horfur á Íslandi væru aðrar? Mitt svar er kannski,“ sagði Christiansen.

Í greiningu Danske Bank á íslensku efnahagslífi  kemur meðal annars fram að það versta sé nú yfirstaðið í íslensku efnahagslífi. Efnahagur landsins sé á batavegi og verg landsframleiðsla aukist í kringum 3 til 4% á ári á næstu tveimur til þremur árum.

Bankinn segir, að helstu ástæður fyrir batnandi efnahag séu m.a. jákvæður vöruskiptajöfnuður, lækkun á fasteignaverði, minni verðbólga og vanmat á íslensku krónunni. Þá gefur Danske Bank  sér þá tæknilegu forsendu að íslenska krónan muni styrkjast um allt að 25% á næstu þremur árum. Vanmat á íslensku krónunni ætti að gera afléttingu gjaldeyrishafta auðveldari en óttast er.

Höfnun Icesave hamlar ekki vexti

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK