Svíar vilja framlengja lán til Íslands

Anders Borg.
Anders Borg. Reuters

Anders Borg, fjármálaráðherra Svía, segir að sænska ríkisstjórnin ætli að standa við lánasamninga við Íslendinga þótt Icesave-samkomulaginu hafi verið hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu á laugardag.

„Þeir hafa beðið okkur um að framlengja þessa lánasamninga og við ætlum að leggja tillögu um það fyrir þingið," segir Borg við Reutersfréttastofuna.  

„Fari svo að Íslendingar vilji draga á sænska lánið eiga þeir að geta það, að því skilyrði uppfylltu, að við teljum okkur hafa góða ástæðu til að ætla að þeir muni standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar."

Svíar hafa heitið Íslendingum því  að lána þeim 495 milljónir evra, jafnvirði 81 milljarðs króna, í tengslum við efnahagsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hefur um helmingur þeirrar upphæðar verið greiddur út.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK