Lækkun S&P á horfum veldur öldugangi á mörkuðum

Seðlabanki Bandaríkjanna.
Seðlabanki Bandaríkjanna. ap

Lánshæfisfyrirtækið Standard & Poor's breytti í gær í fyrsta sinn langtímahorfum fyrir bandaríska ríkið úr stöðugum í neikvæðar.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að litið sé á ákvörðunina sem viðvörunarskot og er þess beðið með eftirvæntingu hvort Moody's og Fitch feti sömu leið og S&P.

S&P sagðist grípa til þessarar ráðstöfunar vegna þess að samanborið við önnur ríki með einkunnina AAA berðust Bandaríkin við „mjög mikinn fjárlagahalla og vaxandi skuldsetningu ríkissjóðs og okkur er ekki ljóst hvaða leið verður farin til að leysa þennan vanda“.

Dow Jones-vísitalan lækkaði í viðskiptum gærdagsins um 1,15% og lækkun varð einnig í Evrópu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK