Bakslagið kom fyrr en Seðlabankinn bjóst við

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Samkvæmt nýútgefnum Peningamálum Seðlabanka Íslands verður hagvöxtur minni í ár en bankinn gerði ráð fyrir í febrúar. Ástæðan fyrir þessu að mati bankans er sú að vöxtur innlendrar eftirspurnar beinist meira að innflutningi en gert hafði verið ráð fyrir. Auk þess kom bakslagið í hagvöxt fyrr en bankinn bjóst við, eða í kjölfar þess að hann hófst.

Í febrúar spáði Seðlabankinn 2,8% hagvexti á þessu ári en samkvæmt spánni sem gefin var út í tengslum við vaxtarákvörðun bankans í dag þá er aðeins gert ráð fyrir 2,3% vexti landsframleiðslunnar á árinu. Einnig er hagvaxtarspáin fyrir næstu tvö ár lakari en gert ráð fyrir tæplega 3% hagvexti á næstu árum í stað ríflega 3% vexti.

Sérfræðingar bankans gera ráð fyrir áframhaldandi vexti einkaneyslu í krafti minni sparnaðar heimilanna auk þess að þau nýti sér endurgreiðslur á ofteknum afborgunum gengistryggðra lána í neyslu. Einnig gerir Seðlabankinn ráð fyrir að hækkun eignaverðs og lækkun vaxta muni styðja við einkaneysluna.

Seðlabankinn spáir minni hagvexti þó svo að gert sé ráð fyrir „kröftugri fjárfestingu“ í álframleiðslu og tengdum iðnaði en í febrúarspá bankans.

Fram kemur í Peningamálum Seðlabankans að sérfræðingar bankans standa við það mat að landsframleiðslan hafi byrjað að aukast um mitt ár í fyrra. Hinsvegar segir í skýrslunni að bakslagið sem hafði verið við á fyrri hluta þessa árs hafi komið fyrr - eða strax á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Skýrist það að mestu af kröftugri innflutningi en áður var spáð.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK