Þurfum að vona það besta en búast við því versta

Már Guðmundsson.
Már Guðmundsson.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að peningastefnunefnd bankans telji, að niðurstaða Icesave-atkvæðagreiðslunnar fyrir rúmri viku hafi heldur aukið líkur á að gengi krónunnar lækki vegna þess að niðurstaðan gæti haft áhrif á lánshæfismat íslenska ríkisins og þar með á kjör á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

„Nú vitum við ekki hvort þetta gerist," sagði Már. „Niðurstaðan í þessu máli liggur ekki fyrir og við þurfum bara að vona það besta og búa okkur undir það versta."

Hann sagði að það drægi þó úr þessum áhyggjum, að mjög ólíklegt væri að Icesave-atkvæðagreiðslan hefði áhrif á efnahagsáætlun Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. 

Már undirstrikaði, að í mati nefndarinnar á áhrifum Icesave-kosninganna fælist engin spá heldur væri þetta áhættuþáttur, sem líta yrði til. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK